top of page

Um verkefnið

Í því tækniumhverfi sem við búum við í dag eru nemendur farnir að kalla eftir breyttum áherslum í kennsluháttum samhliða því að nýta tæki og tól í námi hvar og hvenær sem er.

Spjaldtölvuverkefnið hófst hér við skólann vorið 2012. Þá var ákveðið að festa kaup á 18 iPödum til notkunar fyrir kennara og nemendur á öllum stigum skólans og reynslan hefur sýnt að þetta var kærkomin viðbót. Í kjölfarið hefur fleiri spjaldtölvum verið bætt við og nú eru til 23 tæki fyrir nemendur og 10 fyrir kennara.

Vegferð okkar hófst með því að kennurum var boðið upp á menntabúðir þar sem kynnt voru nokkur áhugaverð smáforrit. Einnig var farið yfir helstu stillingaratriði og notkunarmöguleika iPadanna. (iPad tips and tricks). 

iPadinn býður ekki eingöngu upp á smáforritin heldur einnig myndavél, upptökuvél, minnisbók, glósubók, rafbók, hlustunartæki, gagnageymslu, reiknivél og mfl en stærðin gerir hann líka handhægan.

 

Ýmsar kynningar sem stýrihópurinn hefur haldið í sambandi við innleiðinguna á spjaldtölvunum við Grunnskóla Grundarfjarðar.

 

Hvernig gengur spjaldtölvuverkefnið við GG - Kennó vor 2013

 

Kynning á verkefninu á kennaraþingi Vesturlands í Ólafsvík haust 2013

Spegluð kennsla

Að flippa og ýmislegt annað

 

Kynning á skólastjóraþingi haust 2013

Kynning á ráðstefnu Skólaþróunar Komdu og skoðaðu í kistuna mína

 

Hugtakakort um ýmiss forrit sem við erum að nota og fleira.

 

 

 

 

 

 

Í dag erum við með 9. og 10. bekk í tilraunaverkefni BYOD (Bring Your Own Device), þar sem nemendur koma með sín eigin tæki/búnað í skólann, og hófst það í október 2014. Við kynntum foreldrum verkefnið á fundi (foreldrabréf) og í kjölfarið var skrifað undir sáttmála á milli nemanda, heimilis og skólans. 
5. og 6. bekkur er með aðgang að bekkjarsetti, 10 iPödum, sem þeir hafa í skólastofunni sinni en fá ekki að taka með heim, nema í sérverkefnum.
Aðrir nemendur hafa aðgang að 11 iPödum sem hægt er að nýta í kennslu, þar sem kennarar þurfa að panta fyrirfram. 

Skólaárið 2013-2014 fengu 6 kennarar á unglingastigi iPada til að prófa sig áfram að nýta spjaldtölvur í kennslu.  Haustið 2014 fengu þeir sem eftir voru sína iPada þannig að allir kennarar skólans eru komnir með tæki í dag.

Nokkrir kennarar eru að þróa sig áfram í vendinámi og nýta námsumhverfið Moodle til að halda utan um gögn nemenda og kennarans. Hugmyndin er að gera nemendur skipulagðari í sínu námi og brúa bilið yfir í framhaldsskólann hér á Snæfellsnesi, FSN, en þar er Moodle nýtt sem kennsluumhverfi nemenda.

 

 

Helstu markmið með spjaldtölvuvæðingu við Grunnskóla Grundarfjarðar eru:

 

  • fjölbreyttari kennsluhættir í öllum námsgreinum

  • að nemendur verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og taki ábyrgð á eigin námi

  • að nemendur öðlist meiri hæfni í samskiptum og samvinnu

  • fjölbreyttari verkefnaskil og útfærslur verkefna

  • að nemendur kunni að leita sér upplýsinga og nýti sér tæknina á skapandi hátt

  • að við sköpum einstakling sem er betur í stakk búinn að mæta fjölbreyttari og meira skapandi vinnumarkaði þegar að út í samfélagið er komið.

Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla eru krafa um aukna notkun á upplýsingatækni og breytta hugsun í námi og kennslu. Á hverju skólastigi er stefnt að fjölbreyttum viðfangsefnum og starfsháttum til að koma til móts við mismunandi námsþarfir einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Nýta ætti öll þau gögn sem hægt er til að ná fram markmiðum á sem fjölbreyttastan hátt og kenna nemendum að vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt undir leiðsögn.

 

 

Markmiðin okkar

Ábyrgð
Einstaklingsmiðun

Að nemendur

  • verði sjálfstæðari í vinnubrögðum

  • taki ábyrgð á eigin námi

  • geti sett sér markmið og geti framfylgt þeim.

  • að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir

  • þarfir nemenda eru í fyrirrúmi

  • fjölbreytileiki í verkefnum

  • mismunandi námsstíll nemenda fái að blómstra

  • virkja frumkvæði nemenda 

  • Afburðanemendur fái þá þjónustu sem þeim ber.

Verkefnaskil
Samskipti
       Samstarf
  • fjölbreyttari verkefnaskil og útfærslur

  • aukin einstaklingsmiðun

  • að nemendur kunni að vega og meta hvaða útfærsla sé hentugust bæði varðandi námið og sig sjálfan.

  • meiri hæfni í samskiptum

  • aukin færni í samstarfi og teymisvinnu

  • opnari hugsun og umburðarlyndi

  • nemendur læri að virða og nýta sér hugtakið gagnrýnin hugsun.

 

bottom of page