top of page

Dæmi um smáforrit sem við erum að nota

DropBox
Við notum Dropbox mikið með eldri nemendum okkar þar sem geymdar eru skólabækur á rafrænu formi, ýmis verkefni og fleira. Þetta er eingöngu geymslusvæði, en ekki svæði til að vinna í. Hægt er að deila möppum á milli Dropboxa s.s. kennarar til nemenda og nemendur á milli sín.

Keynote

Glærugerðarforrit sem býður upp á marga skemmtilega fídusa og fjölbreyttar leiðir sem gera nemendum kleypt að vinna upp verkefni og kynningar. Þetta forrit virkar einnig vel fyrirkennara :)

Edmodo
Forritið Edmodo er mest notað hjá okkur á miðstiginu. Þetta er kennarastýrt kennsluumhverfi þar sem nemendur geta skilað verkefnum, fá verklýsingar og fleira. Kennari getur setta upp próf, verkefnabanka, spurt spurninga, tekið þátt í ýmiskonar kennslusamfélögum og fleira í Edmodo. Góð leið til að eiga samskipti við nemendur sína þar sem ekki er leyfilegt að eiga Facebook fyrr en við 13 ára aldurinn.
Moodle
Skólaárið 2013 - 2014  byrjuðum við að nota námsumhverfið Moodle fyrir nemendur í 7. - 10.bekk.  Moodle umhverfi býður upp á marga góða möguleika fyrir kennara, s.s. að setja upp kennslustund, búa til próf, setja inn hlustunaræfingar og speglaða kennslu svo eitthvað sé nefnt. 
iMovie
Klippiforritið iMovie er einfalt smáforrit sem nemendur nota til að klippa saman myndbönd, ljósmyndir, trailera og kvikmyndir. 
Google Drive
Google Drive er mikið notað í kennslu. Þá sendum við ýmiskonar verkefni til nemenda í gegnum Gmail og nemendur skila verkefnum með því að deila (Share) skjalinu til kennarans. Þetta forrit býður einnig upp á samvinnu nemenda þar sem þeir geta verið á sitt hvorum staðnum að vinna í sama skjalinu.
Educreations

Hér er hægt að taka upp það sem maður gerir á töflunni og tala inn á, á meðan. Til dæmis er sniðugt að útskýra stærðfræðiformúlur þannig, búa til hreyfimyndir, skýringamynd fyrir íþróttir og margt fleira. Hægt er að deila þessu með tölvupósti, Facebook, Twitter eða á  Educreations síðunni. Einnig eru forritin Doceri og Explain Everything mikið notuð hjá okkur en þau svipa til þessa forrits.

 

Comic Life
Teiknimyndasögu forritið Comic Life er snilldar forrit t.d. í tungumálakennslu. Forritið er með fyrirfram gefnar uppsetningar á teiknimyndasögu umgjörðum en síðan er hægt að setja inn myndir og nota t.d.  forritið  PaperCamera til að taka þær.
iBooks
Þetta forrit er helst notað til að láta nemendur geyma bækur og glósur sem þeir eru að nýta sér í kennslunni. Góð leið til að halda utan um öll rafræn gögn og bækur.
bottom of page